Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppir á fjögurra liða móti í Frakklandi dagana 24.-28. október næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum og er það Arnór Ísak Haddsson. Maksim Akbashev er þjálfari liðsins.
Arnór Ísak hefur verið fastamaður í landsliðinu sem hefur náð flottum árangri að undanförnu. Við óskum honum til hamingju með valið sem og liðinu góðs gengis á mótinu.