Fréttir

Fjórar úr KA/Þór í landsliðsverkefni

KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna og það hefur eðlilega vakið athygli á leikmönnum liðsins. Á dögunum voru valdir æfingahópar hjá U-17 og U-19 ára landsliðum kvenna auk þess sem valinn var hópur hjá B-landsliði Íslands

KA-1 sigraði 5. flokksmót helgarinnar

Önnur túrnering vetrarins fór fram um helgina hjá yngra ári 5. flokks karla og kvenna í handbolta. Hjá strákunum senti KA tvö lið til leiks en hjá stelpunum senti KA/Þór eitt lið til keppni. Leikið var í Kópavogi og var mikil spenna hjá keppendum okkar fyrir helginni

KA U á toppnum eftir tvo sigra um helgina

Ungmennalið KA í handboltanum átti frábæra ferð suður um helgina en liðið lék tvo leiki og vann þá báða. Fyrir helgina voru strákarnir á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina

Haukar slógu KA útúr bikarnum

KA tók á móti Haukum í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. KA hafði komið mörgum gríðarlega á óvart fyrr í vetur er liðið rótburstaði Hauka í Olís deildinni og var ljóst að gestirnir ætluðu sér að hefna fyrir það

Stórleikur KA og Hauka í kvöld (í beinni)

Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Það má búast við svakalegum leik og ljóst að KA liðið þarf á þínum stuðning að halda til að komast áfram í næstu umferð

Bikarslagur gegn Haukum á fimmtudag

Það er enginn smá leikur sem bíður KA liðinu í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins er liðið fær Hauka í heimsókn. Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst klukkan 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs

Valskonur skelltu KA/Þór að Hlíðarenda

KA/Þór sótti topplið Vals heim í 8. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Stelpurnar lögðu Íslandsmeistara Fram í síðustu umferð auk þess að komast áfram í Coca-Cola bikarnum þannig að þær mættu fullar sjálfstrausts í leik kvöldsins

KA/Þór sækir Val heim í dag (í beinni)

KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna í vetur og er í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Stelpurnar sækja topplið Vals heim að Hlíðarenda í dag klukkan 19:30 en einungis þremur stigum munar á liðunum

KA sótti stig á Selfossi á lokasekúndunum!

Það var ansi krefjandi verkefnið sem beið handknattleiksliðs KA í Olís deildinni í dag þegar liðið sótti Selfyssinga. Selfoss hefur leikið frábærlega á tímabilinu og var án taps á toppi deildarinnar auk þess sem liðið hefur komist tvívegis áfram í Evrópukeppni. KA liðið hefur hinsvegar ekki verið nægilega öflugt á útivelli og því ekki margir sem reiknuðu með öðru en heimasigri í dag

KA mætir Selfossi í dag (bein útsending)

Eftir nokkurt hlé á Olís deild karla halda KA strákarnir á Selfoss og mæta þar gríðarlega sterku liði heimamanna. Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, sitja þar í toppsætinu og aðeins tapað einu stigi