Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð í Coca-Cola bikarnum í handboltanum og var eðlilega spenna í loftinu. Karlalið KA fékk heimaleik gegn Haukum í 32-liða úrslitum og verður spennandi að sjá þann leik enda ekki langt síðan KA vann ótrúlegan sigur á Haukum í deildinni.
Kvennalið KA/Þórs fékk hinsvegar útileik og það gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum. Mosfellingar eru í Grill 66-deildinni og fengu því heimaleikinn. Liðin mættust á Norðlenska Greifamótinu fyrir veturinn þar sem KA/Þór vann góðan sigur en bikarinn er auðvitað ný keppni og verður spennandi að sjá slag þessara liða um að komast í næstu umferð.
Áætlað er að leikirnir fari fram í byrjun nóvember.