Ungmennalið Akureyrar og KA áttust við í skemmtilegum leik í Höllinni í gær þar sem fjölmargir mættu í stúkuna og létu í sér heyra. Eftir spennandi leik þá fóru Akureyringar með sigur af hólmi og hafa því montréttinn fram að næsta leik liðanna. Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti í Höllina og tók nokkrar góðar myndir af okkar strákum.
Uppfært: Akureyringar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leiknum og var KA U því dæmdur 0-10 sigur af mótanefnd KA.