Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Jonni fer yfir hlutina með stelpunum (mynd: EBF)
Jonni fer yfir hlutina með stelpunum (mynd: EBF)

Það var ansi gaman í KA-Heimilinu í gær þegar KA/Þór vann sinn fyrsta heimaleik í vetur með 23-19 sigri á Stjörnunni. Sigurinn var miklu meira sannfærandi en lokatölurnar gefa til kynna en stelpurnar leiddu með níu mörkum er 20 mínútur lifðu leiks.

Egill Bjarni Friðjónsson mætti að vanda í KA-Heimilið og myndaði leikinn og má sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá allar myndir Egils frá leiknum