Sólveig Lára valin í A-landsliðshóp

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik valdi 20 manna æfingahóp sem kemur saman dagana 27.-29. október. Við í KA/Þór eigum einn fulltrúa í hópnum og er það hún Sólveig Lára Kristjánsdóttir.

Sólveig Lára sem er vinstri skytta kom til liðs við KA/Þór fyrir veturinn og hefur komið af krafti inn í hópinn og hefur gert 17 mörk í fyrstu fjórum leikjum vetrarins. Við óskum henni til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.