Kvennalið KA/Þórs gerði sér lítið fyrir og vann ákaflega sannfærandi sigur á Stjörnunni í KA-Heimilinu í gær. Liðið leiddi leikinn frá upphafi og náði á tímabili níu marka forskoti. KA/Þór er því með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar.
Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti í KA-Heimilið og myndaði hasarinn í bak og fyrir og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar hans frá leiknum.