09.01.2019
KA/Þór sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi er liðið vann 33-22 stórsigur á Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna í tæpa tvo mánuði og var hrein unun að fylgjast með spilamennsku liðsins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan
08.01.2019
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann 33-22 stórsigur á Selfyssingum í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir jólafrí. Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn var lið gestanna á botni deildarinnar með 4 stig en KA/Þór með 8 stig í 5. sætinu, það var því ansi mikið í húfi í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu
08.01.2019
Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á glæsilegum treflum. Mjög takmarkað upplag er í boði og kostar trefillinn 2.500 krónur. Það er því um að gera að mæta á leik KA/Þórs í kvöld og versla trefil í leiðinni, ekki missa af tækifærinu á að eignast þessa glæsilegu flík, handboltinn er kominn heim gott fólk
08.01.2019
Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu
04.01.2019
Unglingaráð KA í handbolta býður upp á sérhæfðar tækniæfingar fyrir stráka og stelpur á eldra ári í 6. flokki og upp í 3. flokk. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er þriðja árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið
26.12.2018
Í dag á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn fyrsta bolta í fyrra og náðu saman skemmtilegum hóp í ár einnig
20.12.2018
Handknattleiksdeild KA verður með stórskemmtilegt Pub Quiz í KA-Heimilinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi. Greifapizzur sem og drykkir verða til sölu á staðnum. Tveir eru saman í liði og verður spurt út í hina ýmsu hluti og ættu því allir að geta lagt eitthvað til síns liðs
20.12.2018
Það var gríðarlega mikið fjör á jólaæfingu 7. og 8. flokks í handboltanum sem fram fór í gær í KA-Heimilinu. Krakkarnir tóku vel á því á síðustu æfingunni fyrir jólafrí auk þess sem jólasveinar litu við og tóku virkan þátt í æfingunni. Að lokum sungu allir jólalög og krakkarnir fengu glaðning að honum loknum
18.12.2018
Þó að handboltatímabilið sé að fara í smá jólafrí þá þýðir það ekki að allir muni taka sér frí frá þjálfun því HSÍ hefur boðað öll yngri landslið sín á æfingar hvoru megin við áramótin auk þess sem að Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram
18.12.2018
Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum