Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu.
Leikurinn í kvöld er því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik og verður gaman að sjá hvernig liðin mæta til leiks eftir þetta langa hlé. Það skiptir að sjálfsögðu sköpun að við fjölmennum á leikinn og styðjum okkar magnaða lið til sigurs. Stelpurnar eru nýliðar í deildinni en hafa staðið sig frábærlega og geta með ykkar stuðning tekið stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Fyrir ykkur sem ekki komist í KA-Heimilið í kvöld þá verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni á KA-TV og má nálgast útsendinguna hér fyrir neðan, áfram KA/Þór!