Unglingaráð KA í handbolta býður upp á sérhæfðar tækniæfingar fyrir stráka og stelpur á eldra ári í 6. flokki og upp í 3. flokk. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er þriðja árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið.
Öllum iðkendum KA og KA/Þórs í þessum árgöngum stendur til boða að nýta sér æfingarnar endurgjaldslaust. Skráning á æfingarnar er í gegnum netfangið jonni@ka.is.
Markmiðið með þessum æfingum er að bjóða okkar iðkendum sem þess óska að æfa aukalega, þar sem unnið verður með að bæta skottækni, auka skilning og bæta getu maður á mann, jafnt í vörn og sókn.
Sú nýbreytni verður í ár að við munum bjóða upp á æfingar sérstaklega út frá þeirri stöðu sem iðkendur leika og verða séræfingar fyrir markmenn.
Æfingarnar fara fram milli klukkan 6:20 til 7:20 á morgnana og eru eftirfarandi:
þriðjudagar | föstudagar | |
7.jan-27.jan | 3.-4.fl. kvk | 3.-4.fl. kk |
28.jan-17.feb | 3.-4.fl. kvk | 3.-4.fl. kk |
miðvikudagar | föstudagar | |
18.feb-3. mars | 5.-6.fl. kvk | 5.-6. fl. kk |
mánudagar | þriðjudagar | |
4.mars-10.mars | 5.-6. fl. kk | 5.-6.fl. kvk |
miðvikudagar | föstudagar | |
11.mars-17.mars | hornamenn/línumenn (eldri) | hornamenn/línumenn (yngri) |
mánudagar | þriðjudagar | |
18.mars-24.mars | útispilarar (yngri) | útispilarar (eldri) |
miðvikudagar | föstudagar | |
25.mars-31. mars | hornamenn (eldri) | hornamenn (yngri) |
1.apr-7.apr | útispilarar/línumenn (eldri) | útispilarar/línumenn (yngri) |
8.apr- 14.apr | Allir (eldri) | Allir (yngri) |