Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum.
Æfingin hefst klukkan 16:30 í KA-Heimilinu og hvetjum við foreldra að sjálfsögðu til að senda börnin sín á æfinguna sem og að vera með í gleðinni. Farið verður í hina ýmsu leiki og svo fá krakkarnir glaðning frá jólasveinunum.