KA vann frábæran 31-27 heimasigur á FH í gær í Olís deild karla. KA leiddi leikinn frá upphafi og var sigurinn í raun ansi sannfærandi. Stemningin í KA-Heimilinu var stórkostleg og ljóst að fá lið standast liðinu snúning þegar bæði strákarnir sem og stuðningsmenn KA eru í slíkum ham.
Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og mynduðu stemninguna í bak og fyrir. Hægt er að skoða myndaveislur þeirra með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Takk fyrir frábæran stuðning í gær kæru KA-menn!
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum