KA gleðin var allsráðandi á sunnudaginn þegar KA vann frækinn 31-27 sigur á FH í KA-Heimilinu. KA leiddi allan leikinn og stemningin í KA-Heimilinu var vægast sagt stórkostleg. Sigrinum var svo að sjálfsögðu vel fagnað í leikslok!
Ágúst Stefánsson fangaði andrúmsloftið í skemmtilegu myndbandi sem við hvetjum alla KA-menn til að kíkja á og rifja upp hve ótrúlega gaman það var á þessum flotta sigri KA liðsins. Á sama tíma þökkum við enn og aftur fyrir þann ótrúlega stuðning sem liðið fékk í þessum mikilvæga leik!