Myndaveisla frá bikarsigrinum á Haukum

Handbolti
Myndaveisla frá bikarsigrinum á Haukum
Frábær sigur í gær! (mynd: Jóhann G. Kristinsson)

KA/Þór er komið í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins eftir hádramatískan karakterssigur á Haukum 22-21 í Laugardalshöllinni í gær. Stelpurnar eru þar með komnar í sjálfan úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í sögunni og mæta þar Fram á laugardaginn klukkan 13:30.

Framarinn Jóhann G. Kristinsson var á leiknum í gær og tók nokkrar frábærar myndir af okkar liði. Hægt er að sjá myndirnar hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Við kunnum Jóhanni bestu þakkir fyrir myndirnar góðu.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Jóhanns frá bikarsigrinum góða í gær

Við minnum á að miðasala á úrslitaleikinn fer fram í gegnum tix.is/kathor og er mjög mikilvægt að miðinn sé keyptur í gegnum þá slóð en þá fer hluti af kostnaði miðans til stelpnanna í KA/Þór.

Þá bendum við á að við verðum með fría hópferð á leikinn frá KA-Heimilinu klukkan 7:00 á laugardagsmorgni og verður farið aftur norður fljótlega að leik loknum. Til að tryggja sér sæti þarf að senda tölvupóst á agust@ka.is. Það er mikilvægt að bíða ekki of lengi með að tryggja sér sæti því sætafjöldinn er takmarkaður!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is