Frítt á síðasta heimaleik strákanna!

Handbolti

KA leikur síðasta heimaleik sinn í Olísdeildinni í vetur á miðvikudaginn klukkan 19:30 og við þurfum á ykkar stuðning að halda gott fólk. Þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er KA í 10. sæti aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti, það eru því afar mikilvæg stig í húfi.

Staðan er því einfaldlega þannig að við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel og sækja sigur gegn liði Fram á miðvikudaginn. Það er frítt á leikinn og verðum við með grillaða hamborgara til sölu fyrir leik og lofum miklu fjöri í kringum leikinn.

Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna gulklædd í stúkuna og tryggja strákunum okkar áframhaldandi veru í efstu deild, áfram KA!

Fyrir þá sem ekki komast í KA-Heimilið er leikurinn í beinni útsendingu á KA-TV fyrir 1.000 krónur og er hægt að nálgast útsendinguna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

livey.events/ka-tv


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is