Dagur Gauta snýr aftur heim!

Handbolti
Dagur Gauta snýr aftur heim!
Dagur og Haddur handsala samninginn góða

Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur var meðal annars kallaður til liðs við A-landslið Íslands á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í janúar á þessu ári.

Dagur lék sína fyrstu meistaraflokksleiki tímabilið 2017-2018 er KA fór aftur að leika undir eigin merki og skoraði meðal annars ótrúlegt sigurmark á lokasekúndu fyrsta leiks liðsins fyrir troðfullu KA-Heimili sem setti tóninn er liðið fór upp í deild þeirra bestu. Dagur lék ótal leiki fyrir öll unglingalandslið Íslands og fór bæði á EM og HM með unglingalandsliðunum.

Þá var hann valinn besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni veturinn 2019-2020 en hann var markahæsti leikmaður KA það tímabilið en í kjölfarið gekk hann í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Hjá Stjörnunni hefur Dagur verið í algjöru lykilhlutverki og var eins og áður segir kallaður til liðs við A-landslið Íslands á EM fyrr á árinu.

Við bjóðum Dag hjartanlega velkominn heim og hlökkum til að sjá hann aftur í gula og bláa búningnum á næsta tímabili.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is