Bruno Bernat framlengir um 2 ár!

Handbolti
Bruno Bernat framlengir um 2 ár!
Haddur og Bruno handsala samninginn góða

Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu.

Í vetur hefur Bruno verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar en hann hefur verið með eina bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni og þá lék hann með U21 árs landsliði Íslands á dögunum er Ísland vann frækinn sigur á liði Frakka 24-33 í Frakklandi.

Við erum afar spennt fyrir því að halda Bruno áfram innan okkar raða en auk þess að vera frábær í markinu er Bruno þekktur fyrir frábærar sendingar upp völlinn sem hafa gefið fjölmörg mikilvæg hraðaupphlaupsmörk undanfarin ár.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is