Bikarúrslit um helgina - KA-ÍS í undanúrslitnum

Bikarúrslitin karla og kvenna fara fram um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á laugardag vera fjögurra liða úrslit og þar spila KA og ÍS kl 18:30.  Miðað við leiki vetrarins á KA góða möguleika gegn ÍS en ekki skyldi samt vanmeta ÍS liðið en þar eru margir reynsluboltar innanborðs.  Takist KA að vinna fer liðið í úrslitaleikinn sem spilaður verður strax daginn eftir á sunnudeginum kl. 16:00.

Fróðlegt verður einnig að fylgjast með leik Stjörnunnar og Þróttar Reykjavík en nú er Valur Guðjón Valsson farin að spila aftur með Þrótti sem styrkir lið þeirra verulega. Þessi leikur verður hörkuviðureign eins og fleiri leikir þessara liða í vetur.

Sem sagt hörkuleikir um helgina og við hvetjum alla KA menn til að mæta á vonandi 2 leiki hjá KA á laugardag og sunnudag.