tjarnan - KA 3-0 (25-20, 25-18, 25-18)
Þar sem leikurinn hafði enga sérstaka þýðingu fyrir KA menn ákvað Marek Bernat þjálfari liðsins að gefa yngri leikmönnum
þess færi á að spila í leiknum og léku KA menn án Piotr Kempesty og Davíðs Búa Halldórssonar. Ungu strákarnir
stóðu sig með prýði og stóðu töluvert í meisturunum í öllum hrinunum.
Reynslan sem þeir öfluðu sér í leiknum mun vonandi nýtast KA mönnum vel þegar þeir mæta Þrótti Reykjavík í fyrsta
leik sínum í úrslitakeppninni á Akureyri um næstu helgi.
Hinir ungu leikmenn KA stóðu sig ágætlega gegn liðið Stjörnunnar en þó var greinilegt á leiknum að hann skipi liðin litlu
máli og einungis heiðurinn að veði. Leikmenn KA fóru nokkuð illa með uppgjafir sínar í leiknum en spiluðu að öðru leyti
ágætlega. Stigahæstur leikmanna KA var Andri Már Sigurðsson með 4 stig og stóð hann sig vel í leiknum.