Fyrsti sigurinn í síðasta leiknum hjá kvennaliði KA

Sesselja smassar og Monika dekkar undir
Sesselja smassar og Monika dekkar undir
Þar kom að því þær brutu ísinn KA stelpurnar en kvennalið KA vann sinn fyrsta sigur í gær er þær löggðu lið Rima frá Dalvík 2-0 (25-18) og (25-23). Liðið eru búið að vinna nokkrar hrinur í vetur og en alltaf hefur vantað herslumuninn að landa sigrinum - þar til í gær.  Sigurinn var nokkuð öruggur þó Rimakonur hafi bitið frá sér í lok annarrar hrinu.

KA liðið byrjaði leikinn af miklum krafti. Uppgjafirnar voru sterkar og öruggar og liðið náði fljóttlega góðri foristu í hrinunni sem það gaf aldrei eftir og vann hrinuna 25-18. Móspyrnan virtist koma Rima konum í opna skjöldu enda KA liðið mjög ungt að árum. Seinni hrinan byrjaði með svipuðum hætti. KA stelpurnar byrjuðu af krafti og náðu flótt 4-5 stiga forystu og komust í 23-18. Þá fór allt í baklás og Rima konur, drifnar af góðum uppgjöfum frá tóku 5 stig í röð og jöfnuðu leikinn 23-23. KA liði gafst þó ekki upp og skoraði 2 síðustu stiginn og landaði sanngjörnum sigri.

Það var gaman að sjá hversu miklum framförum KA liðið hefur tekið í vetur og er allt annað að sjá til liðsins nú en í fyrstu leiknunum. Sjálfstraustið er mun meira og liðið berst fyrir hverjum bolta. Þess er skammt að bíða að þessar stelpur muni bíta frá sér í leikjum í 1. deildinn - vonandi strax næsta vetur ef fer sem horfir.

Auður Jóns spilaði á kanntinum og skorað mikið af stigum í sókn og blokk. Harpa og Zorana stóðu sig vel á miðjunni í blokkinni og Monika átti góðan leik í móttkunni. Una Heimis skoraði fjöldan allan af stigum mjög hörkuuppgjöfum en var nokkuð mistæk í sókninni en hún hefur lengst af spilað eingöngu sem uppspilari. Sesselja átti líka góðan leik og skilað sínum boltum vel. Sama má segja um Fanný sem átti góðan leik fyrir utan nokkur ónákvæm uppspil. Sam sagt allt liðið spilaði afbragðsvel og barðist fyrir hverjum bolta.  Það er ljóst að framtíðin er björt í kvennablakinu hjá KA.