31 hrina

Um helgina lauk ótrúlegri sigurgöngu KA-liðsins

En um liðna helgi töpuðu KA-menn sinni fyrstu hrinu gegn ÍS í undanúrslitum Brosbikarsins þar sem þeir töpuðu gegn ÍS 25-18 en þar á undan höfðu KA menn ekki tapað hrinu síðan þann 17. nóvember þegar þeir töpuðu 3-0 gegn Þrótti R. Sigurgangan hófst síðan þann 7. desember og endaði 15. mars og stóð því yfir í 100 daga.

Á þessum tíma unnu KA menn eins og fyrr segir 31 hrinu en þeit skoruðu 779 stig en fengu á sig 579 stig þannig mismunurinn er 200 stig sem þýðir að KA menn unnu hverja hrinu að meðaltali með 6,45 stigum.