Stjarnan - KA 2-3 (24-26)(25-13)(25-23)(23-25)(11-15)
KA menn tryggðu sér silfurverðlaunin í deildarkeppninni í blaki í gær með 3-2 sigri gegn Ísland- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leikurinn
í Ásgarði í kvöld bar þess merki að í liðin vantaði lykilleikmenn.
Wojtek Bachorski og Hannes Ingi Geirsson voru fjarri góðu gamni í liði Stjörnunnar og Davíð Búi Halldórsson var ekki með liði KA vegna
meiðsla. KA spilar spilar við Þrótt Reykjavík í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í fjögurra liða úrslitum og
tryggði sér með sigrinum í gær heimaleikjaréttinn ef viðureignirnar verða þrjár.
Sjá nánar um leikinn á vef BLÍ
http://www.bli.is/news/ka_upp_fyrir_thrott/