KA í kröppum dansi gegn ÍS í bikarnum

Piotr smassar úr aftur línu eitt af sínum mörgu smössum í leiknum
Piotr smassar úr aftur línu eitt af sínum mörgu smössum í leiknum
KA - ÍS 3-2 (25-18) (20-25) (18-25) (25-19) (15-7) 
KA lenti í kröppum dansi gegn ÍS í fjögurra liða úrslitum bikarsins í kvöld. KA hefur þegar unnið alla 4 viðureignir liðanna í vetur og einungis tapað einni hrinu gegn þeim. En það sannaðist í kvöld að Íslandsmót og bikarkeppni er tvennt ólíkt. Eftir að KA hafði unnið fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 28-18 slökuðu leimenn liðsinins á og leikmenn ÍS, sem áttu glimmrandi leik, gengu á lagið og unnu næstu tvær hinur örugglega 25-20 og 25-18. Það kom niður á leik liðsins að Davíð Búi get ekki beitt sér með rifinn magavöðva og Piotr er nýstigin upp úr flensu. Yngri leikmenn KA áttu hins vegar mjög dapran dag og fóru hálfpartinn á taugum á tímabili. Sóknirnar gengur illa, móttaka var slök og mikið af uppgjöfum fór í súginn. Í fjórðu hrinu var að duga eða drepast og drifnir áfram að ótrúlegu keppnisskapi Piotr náðu KA menn að snú leiknum við og vinna fjórðu hrinuna 25-19 og þá fimmtu 15-7. Piotr fór hamförum tvær síðustu hrinurnar og var eini maðurinn sem skilaði eðlilega í sókn liðsins. Hann sló allt niður hvort sem hann var í frammlínu eða afturlínu. Filip hrökk einnig í gang og átti glimrandi uppspil á þessu kafla leiksins.

Yngri leikmenn liðsins verða að læra af þessum leik. Það lítur út fyrir að leikmenn KA hafi vanmetið lið ÍS að einhverju leyti í það minnsta spiluðu margir leikmenn KA langt undir getu mestan hluta leiksins.  ÍS liðið stóð sig mjög vel í leiknum -  drifnir áfram að Martin uppspilara liðsins sem spilaði mjög vel og laumaði m.a. fjölmörgum boltum í gólf KA manna. En KA - menn eru komnir í úrslit það skiptir auðvitað mestu