Um helgina fór fram Greifamót KA en það er mót fyrir 7. flokk kvenna. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram hér á KA-svæðinu og tókst mótið afar vel upp. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og aðstandendum þeirra og ekki skemmdi fyrir að veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina. Við erum í skýjunum með hve vel tókst upp á mótinu og hlökkum við strax til næsta árs.
Alls var leikið í fjórum deildum og hétu þær eftir litum. Í gulu deildinni stóð Þróttur uppi sem sigurvegari en KA og KA 2 fylgdu á eftir í næstu sætum. Í rauðu deildinni sigraði lið ÍR, Víkingur og Þróttur komu næst á eftir. Í grænu deildinni stóð Víkingur 3 uppi sem sigurvegari og næst á eftir komu Höttur og Þróttur 3. Í bláu deildinni stóð Höttur 3 uppi sem sigurvegari og þar á eftir komu Víkingur 5 og Höttur 2.
Eins og undanfarin ár þá gistu stelpurnar í Lundarskóla sem er við hliðina á KA-svæðinu, einnig var boðið upp á morgun-, hádegis-, og kvöldverð á mótinu í sal Lundarskóla.
Einnig fóru allar stelpurnar í bíó og sund, þá sló kvöldskemmtun á laugardagskvöldinu í gegn en það var dansskemmtun með Evu Reykjalín.
Margar af stelpunum voru að spila þarna á sínu fyrsta fótboltamóti og fengu þær allar þátttökupening.