09.08.2018
Daníel Hafsteinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA, þetta eru frábærar fréttir en Daníel er fæddur árið 1999 og verður því 19 ára síðar á árinu og er gríðarlega mikið efni. Þá er hann liðsmaður í U-19 ára landsliði Íslands og hefur leikið 8 leiki með yngri landsliðum Íslands
08.08.2018
KA tók á móti FH í 15. umferð Pepsi deildar karla í kvöld á Greifavellinum. Bæði lið eru í harðri baráttu um 4. sætið og voru því dýrmæt stig í boði í leik kvöldsins. Cristian Martinez markvörður KA gat ekki leikið vegna meiðsla og því lék hinn ungi Aron Elí Gíslason sinn þriðja leik í sumar
07.08.2018
Baráttan er hafin hjá Þór/KA í Meistaradeild Evrópu en í kvöld mættu stelpurnar liði Linfield Ladies í fyrstu umferð undanriðils keppninnar. Riðillinn fer fram í Norður-Írlandi og það einmitt á heimavelli Linfield. Fyrr í dag vann Ajax öruggan 4-1 sigur á Wexford Youths en aðeins efsta liðið í riðlinum er öruggt með sæti í næstu umferð og því mikilvægt fyrir okkar lið að halda í við Ajax
07.08.2018
Það er sannkallaður stórleikur á morgun, miðvikudag, þegar KA tekur á móti FH í 15. umferð Pepsi deildar karla á Greifavellinum klukkan 18:00. Það er gríðarleg barátta á öllum vígsstöðvum í deildinni og það lítur út fyrir að hvert einasta stig muni telja gríðarlega í lok sumars
06.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA hefja leik í Meistaradeild Evrópu á morgun þegar liðið mætir Linfield Ladies. Stelpurnar leika í fjögurra liða riðli og aðeins sigurvegari riðilsins er öruggur um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en riðillinn fer fram í Norður-Írlandi á heimavelli Linfield
01.08.2018
Þór/KA sótti KR heim í 13. umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld en ansi mikið var undir hjá báðum liðum í leiknum en heimastúlkur eru í harðri botnbaráttu á sama tíma og okkar lið er í sjálfri titilbaráttunni
01.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA sækja KR heim í 13. umferð Pepsi deildar kvenna í dag klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppnina í Meistaradeild Evrópu sem fer fram í Norður-Írlandi dagana 7.-13. ágúst og það er ansi mikilvægt að ná sigri í leik kvöldsins
31.07.2018
Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2020. Þetta eru frábærar fréttir en Ívar er 22 ára og er gríðarlega öflugur bakvörður. Undanfarin ár hefur hann stundað nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið knattspyrnu
30.07.2018
Knattspyrnumótið Rey Cup fór fram í Reykjavík um helgina og tók KA þátt í keppni 3. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna. 3. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann mótið eftir svakalegan úrslitaleik gegn Haukum þar sem eina mark leiksins kom á lokasekúndunum. Frábær frammistaða hjá liðinu og mjög jákvætt að hampa sigri á þessu flotta móti
29.07.2018
KA sækir Bikarmeistara ÍBV heim í dag klukkan 16:00 í 14. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er búið að vera á miklu skriði að undanförnu og hefur unnið síðustu þrjá leiki sína. Liðið hefur náð að slíta sig frá neðri hlutanum og er aðeins tveimur stigum frá 4. sætinu og því mikilvægt að halda áfram á sigurbraut