KA tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir HM frí og um að gera að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs. Stemningin á síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar og er um að gera að halda því áfram!
Deildin er gríðarlega jöfn og getur KA með sigri komið sér í fína stöðu en fyrir leikinn er Stjarnan með 13 stig á sama tíma og KA er með 8.
Af þessum 8 stigum hafa 7 komið á heimavelli og gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að raða inn stigunum á Akureyrarvelli. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!