Fréttir

KA stöðvaði Bikarmeistarana

KA sótti Stjörnumenn heim í Garðabæinn í kvöld í 20. umferð Pepsi deildar karla. Garðbæingar eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á sama tíma og KA er að reyna að komast eins ofarlega í deildinni og hægt er. Stjarnan varð Bikarmeistari um helgina og var ljóst að okkar lið ætlaði sér að rífa þá niður á jörðina í kvöld

KA sækir Stjörnuna heim á morgun

Eftir þó nokkuð hlé er loksins komið að næsta leik hjá KA í Pepsi deild karla þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

KA vann Þór og hampaði bikarnum

Það var Akureyrarslagur í úrslitum bikarkeppni Norður-Austurlands í 3. flokki karla í dag þegar KA tók á móti Þór á KA-vellinum. Liðin höfðu ekki mæst í sumar en KA lék í A-deildinni á sama tíma og Þórsarar léku í C2-deildinni. Það var því eðlilega mikil spenna í loftinu enda montrétturinn og bikar í húfi

KA-Þór í bikarúrslitum 3. flokks í dag

Það er enginn smá leikur í dag á KA-vellinum þegar KA og Þór mætast í bikarúrslitum Norð-Austurlands 3. flokks karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar montrétturinn í bænum er undir og hvað þá bikar að auki

Myndaveisla frá 4-1 sigri Þórs/KA á Val

Þór/KA sýndi magnaða frammistöðu í gær þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Val í síðasta heimaleik sínum í sumar. Sandra Mayor gerði 2 mörk og þær Sandra María Jessen og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og með því að smella á myndina hér fyrir neðan má sjá myndir hans frá leiknum

Frábær sigur Þórs/KA dugði ekki til

Þór/KA tók á móti Val í toppslag í Pepsi deild kvenna í dag, fyrir leikinn áttu stelpurnar enn smá von um Íslandsmeistaratitilinn en til að halda þeim vonum á lífi þurftu stelpurnar að vinna Val og treysta á að Breiðablik myndi misstíga sig gegn Selfoss

Síðasti heimaleikur Þórs/KA á morgun

Þór/KA tekur á móti Val í algjörum toppleik í Pepsi deild kvenna á morgun, mánudag, klukkan 17:00 á Þórsvelli. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins í sumar og á liðið enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum

KA Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna

Í dag fór fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna þegar KA tók á móti Breiðablik á Greifavellinum. Bæði lið unnu úrslitariðil sinn með fullu húsi stiga og ekki spurning að þarna mættust tvö bestu lið landsins. Mætingin á völlinn var til fyrirmyndar og var flott stemning yfir þessum stóra leik

Yfirlýsing frá Tufa

Sælt KA-fólk Eftir fund með stjórn knattspyrnudeildar í gær, þá var tekin sameiginleg ákvörðun um að ég verð ekki þjálfari KA á næsta ári, þannig að 13 ára ferð mín hjá þessu frábæra félagi er á enda. Þegar ég horfi til baka, þá geng ég mjög stoltur frá borði. Yfir 100 leikir sem leikmaður, þjálfari alla yngra flokka karla og kvenna frá sjöunda og upp í meistaraflokk, aðstoðarþjálfari mfl í 3 ár og á endanum aðalþjálfari mfl í 3 ár

Tufa lætur af störfum sem þjálfari KA

-sameiginleg ákvörðun aðila- Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsi-deildarliðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn