Fréttir

Mikilvæg 3 stig hjá Þór/KA

Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í dag á móti Selfyssingum í 15. umferð Pepsi deildar kvenna. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir liðið enda í harðri toppbaráttu með Breiðablik. Liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í sumar en það var strax ljóst að stelpurnar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig

U-21: Aron, Ásgeir og Danni í hóp

Í dag var tilkynntur U-21 árs landsliðshópur Íslands sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019. KA á alls 3 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson. Þetta eru frábærar fréttir og mikil viðurkenning fyrir starfið okkar en allir þrír hafa leikið stórt hlutverk hjá KA liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Þjálfari liðsins er Eyjólfur Sverrisson

Veisla í Víkinni fyrir leik morgundagsins

KA sækir Víkinga heim á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 18. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er í sérstakri stöðu fyrir leik en liðið á enn bæði möguleika á Evrópusæti sem og að falla. Heimamenn í Víking eru í 9. sæti aðeins þremur stigum á eftir KA og því um sex stiga leik að ræða

Þór/KA tekur á móti Selfoss á morgun

Það er gríðarleg spenna á toppnum í Pepsi deild kvenna en aðeins munar tveimur stigum á Breiðablik og Þór/KA þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni. Þór/KA tekur á morgun, laugardag, á móti Selfoss og er ljóst að stelpurnar þurfa á sigri að halda til að halda pressu á Blikum

Flott umfjöllun um KA í Taktíkinni

Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.

Myndaveisla frá leik KA og KR

Það var stórslagur í gær þegar KA tók á móti KR í 17. umferð Pepsi deildar karla en bæði lið eru að berjast um 4. sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og tók eftirfarandi myndir frá hasarnum. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar

Anna Rakel og Sandra María í landsliðinu

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í lokaleikjum undankeppni HM í september. Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen

KR vann leikinn mikilvæga

Það var stórslagur á Greifavellinum í dag þegar KA tók á móti KR. Í vikunni varð ljóst að 4. sætið í deildinni mun gefa Evrópusæti en fyrir leik dagsins sátu KR-ingar í því sæti en KA aðeins tveimur stigum á eftir og gat því með sigri farið upp fyrir Vesturbæinga

Þór/KA gjörsigraði FH 9-1!

Þór/KA tók á móti FH í dag eftir smá pásu frá Pepsi deildinni vegna Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði síðasta leik sínum í deildinni og þá fór mikil orka í að tryggja sæti í næstu umferð auk þess sem dregið var í dag. Leikur dagsins var því mikill prófsteinn á liðið en eins og svo oft áður þá var það ekki að vefjast fyrir okkar frábæra liði

Þór/KA fékk Wolfsburg í Meistaradeildinni

Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu og Þór/KA var að sjálfsögðu í pottinum. Það var ljóst að stelpurnar myndu fá mjög erfiða leiki og sú varð svo sannarlega raunin því upp úr hattinum kom Wolfsburg. Í liði Wolfsburg er landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir