Fréttir

Risaleikur á sunnudag, KA - KR!

Það er einfaldlega risaleikur á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR klukkan 16:00. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni og nú þurfum við einfaldlega að sameinast í stúkunni og sækja gríðarlega mikilvæg 3 stig heim

KA Podcastið - 16. ágúst 2018

Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni og Hjalti vel yfir stöðuna í fótboltanum og fá til sín góða gesti. Karlamegin mætir Ásgeir Sigurgeirsson þar sem hann fer yfir sumarið og ferilinn til þessa. Kvennamegin þá mætir Anna Rakel Pétursdóttir í heimsókn og ræðir baráttuna í Meistaradeildinni sem og komandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn

Þór/KA tekur á móti FH á morgun

Slagurinn í Pepsi deild kvenna heldur áfram hjá Þór/KA eftir ævintýrið í Meistaradeildinni. Stelpurnar taka á morgun, föstudag, á móti FH í 14. umferð deildarinnar. Það er mikið undir í deildinni enda aðeins 5 leikir eftir en leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00

Alex Máni lék í stórsigrum U-15

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 15 ára og yngri lék á dögunum æfingaleiki gegn úrvalsliðum Peking og Hong Kong. KA átti einn fulltrúa í hópnum en það var Alex Máni Garðarsson. Alex Máni var þarna að leika sína fyrstu landsleiki og óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með áfangann

Þór/KA áfram eftir markalaust jafntefli

Íslandsmeistarar Þórs/KA gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik riðlakeppninnar. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar þurftu sigur til að vinna riðilinn og eiga öruggt sæti í næstu umferð. Það tókst ekki en tvö af bestu liðunum í 2. sæti komust einnig áfram og stelpurnar voru þar á meðal

Kemst Þór/KA í 32-liða úrslit í Meistaradeildinni?

Það er enginn smá leikur í dag hjá Íslandsmeisturum Þór/KA þegar þær mæta Hollenska liðinu Ajax í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga og ljóst að liðið sem vinnur leikinn í dag mun fara áfram í 32-liða úrslit keppninnar

Öruggur sigur KA suður með sjó

KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 16. umferð Pepsi deildar karla í dag en Keflvíkingar hafa verið í miklum vandræðum í sumar og voru fyrir leikinn án sigurs. FH tapaði fyrr í dag gegn ÍBV og KA gat því með sigri komið sér aðeins stigi frá FH í baráttunni um 4. sætið

KA mætir Keflavík á útivelli í dag

Baráttan heldur áfram í Pepsi deildinni í dag þegar KA sækir Keflvíkinga heim í 16. umferð deildarinnar. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni en heimamenn eru á botninum með 4 stig án sigurs og þurfa heldur betur að fara að gefa í til að forðast fall. KA er á sama tíma í 7. sætinu með 19 stig og er mitt á milli þess að vera að berjast um 4. sætið og að halda sæti sínu í deildinni

Þór/KA með öruggan sigur á Wexford

Þór/KA mætti Wexford í kvöld í öðrum leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stelpurnar gátu með sigri tryggt sér hreinan úrslitaleik við Ajax í lokaumferðinni um sæti í 32-liða úrslitum en aðeins efsta sæti riðilsins gefur öruggt sæti í næstu umferð

Þór/KA mætir Wexford í kvöld

Meistaradeildin er í fullu fjöri hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en í kvöld klukkan 18:30 mætir liðið Írska liðinu Wexford í öðrum leik liðanna í riðlakeppninni. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Linfield í fyrsta leiknum á sama tíma og Wexford tapaði 1-4 gegn stórliði Ajax. Leikið er í Norður-Írlandi