Það er einfaldlega risaleikur á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR klukkan 16:00. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni og nú þurfum við einfaldlega að sameinast í stúkunni og sækja gríðarlega mikilvæg 3 stig heim!
Nú er orðið ljóst að 4. sætið í Pepsi deildinni mun gefa sæti í Evrópukeppni en fyrir leikinn á sunnudaginn sitja KR-ingar í því sæti. KA liðið sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu fer upp fyrir KR með sigri og þá er í rauninni allt hægt. Nú skorum við hreinlega á ALLA KA-menn að mæta!
Fríar grillaðar pylsur, andlitsmálning, leikir og happdrætti, þetta er ekki flókið. Sjáumst í stúkunni og áfram KA!