Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni og Hjalti vel yfir stöðuna í fótboltanum og fá til sín góða gesti. Karlamegin mætir Ásgeir Sigurgeirsson þar sem hann fer yfir sumarið og ferilinn til þessa. Kvennamegin þá mætir Anna Rakel Pétursdóttir í heimsókn og ræðir baráttuna í Meistaradeildinni sem og komandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
Að lokum mætir Egill Ármann Kristinsson styrktarþjálfari KA í heimsókn og ræðir bæði þjálfun sem og hans bakgrunn í félaginu. Ekki missa af skemmtilegum þætti!
Við minnum að sjálfsögðu á það að þátturinn er einnig aðgengilegur í Podcast veitu iTunes.