Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu og Þór/KA var að sjálfsögðu í pottinum. Það var ljóst að stelpurnar myndu fá mjög erfiða leiki og sú varð svo sannarlega raunin því upp úr hattinum kom Wolfsburg. Í liði Wolfsburg er landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir.
Wolfsburg fór alla leiðina í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en þar tapaði liðið gegn Lyon í framlengdum leik. Sandra María Jessen fyrirliði mætti einmitt Wolfsburg fyrr í þeirri keppni er hún lék með Slavia Prag.
Það er ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en um leið mjög skemmtilegt en leikirnir fara fram 12/13 september og 26/27 september.