Þór/KA tekur á móti Val í algjörum toppleik í Pepsi deild kvenna á morgun, mánudag, klukkan 17:00 á Þórsvelli. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins í sumar og á liðið enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.
Til að stelpurnar eigi enn möguleika á titlinum þurfa þær að vinna Val á morgun og vonast eftir því að topplið Breiðabliks misstígi sig gegn Selfyssingum. Í lokaumferðinni þurfa stelpurnar svo að vinna Stjörnuna og treysta á lið Vals sem tekur á móti Breiðablik.
Það skiptir að sjálfsögðu öllu máli að við höldum áfram að mæta vel í stúkuna og styðja okkar frábæra lið. Það er enn möguleiki og það er gríðarlega mikilvægt að stelpurnar vinni sinn leik til að setja pressu á Breiðablik. Við hvetjum því að sjálfsögðu alla til að mæta á völlinn á morgun, stelpurnar eiga það svo sannarlega skilið, áfram Þór/KA!