Vetraræfingar knattspyrnudeildar hófust á dögunum og má sjá æfingatöfluna hér fyrir neðan. Yngriflokkaráð minnir á að skrá iðkendur í Nóra kerfið og í kjölfarið að borga ársgjaldið. Við minnum að sjálfsögðu á að nýta sér tómstundaávísun Akureyrarbæjar.
Opið er fyrir skráningu iðkenda í NÓRA, ka.felog.is.
Hægt er að dreifa greiðslum í Nóra í allt að 3 mánuði. Ef þörf er á lengri dreifingu eða semja um greiðslur þarf að hafa samband á fotbolti@ka.is
Systkinaafláttur er 10% af hverju systkini - þriðja barn æfir frítt og þarf sú skráning að fara í gegnum Örnu Ívarsd. arna@ka.is
KA millideildaafsláttur 10%
Tómstundaávísun Akureyrarbæjar er kr 30.000 fyrir árið 2018.
Ef valið er að greiða með greiðsluseðli/um leggjast 390 kr við hvern seðil í seðilgjald. Við mælum því með því að greitt sé með kreditkorti, en þá leggst engin kostnaður við greiðsluna.
Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram á vefnum www.ka.felog.is
Leiðbeingar með skráningarferlið er hér
Innheimtuferli o.fl.