Lið KA
Í dag lauk Greifamóti KA í 3.fl karla. Þetta var stærsta Greifamótið í þessum flokki sem haldið hefur verið. Á mótið
komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í
mótinu og voru þetta samtals 14 lið.
Liðin sem tóku þátt voru
KA
Þór
Fjarðabyggð
Dalvík/KF
Völsungur
Einherji
Kormákur/Hvöt
Bí/Bolungarvík
Leiknir Reykjavík
Höttur
Í flokki A-liða var það lið KA sem fóru með sigur af hólmi. Þjálfarar liðsins eru Óskar Bragason og Mark Duffield.
Í flokki B-liða var það lið Fjarðabyggð sem sigraði, þjálfari liðsins er Vilberg Marinó Jónasson.
Hér fyrir neðan eru myndir af sigurliðunum.

Lið KA sem sigraði A-liða keppnina

Lið Fjarðabyggð sem sigraði í flokki B-liða