Fréttir

Myndaveislur frá heimasigrum í blakinu

Karla- og kvennalið KA hófu blaktímabilið á góðum heimasigrum og býður Þórir Tryggvason ljósmyndari upp á myndaveislu frá báðum leikjum. Karlarnir unnu háspennusigur í oddahrinu á Þrótti Fjarðabyggð eftir að gestirnir höfðu leitt 1-2 eftir fyrstu þrjár hrinurnar

Myndaveisla er KA lagði Þrótt 3-1

KA lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í blaki í gær er Þróttur Reykjavík mætti norður í KA-Heimilið. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð auk þess sem að það vantaði aðeins í liðið í gær og því mátti reikna með krefjandi verkefni

Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla þegar Víkingur mætir í KA-Heimilið klukkan 19:30 í kvöld. Strákarnir unnu góðan sigur í fyrsta leik vetrarins á dögunum og ætla klárlega að fylgja því eftir með ykkar stuðning í kvöld

KA/Þór með bingó á sunnudag

KA/Þór verður með stórskemmtilegt bingó á sunnudaginn klukkan 14:00 í Naustaskóla. Glæsilegir vinningar verða í boði og þá er vöfflukaffi á svæðinu. Allur ágóði fer í fyrsta evrópuverkefni stelpnanna og ljóst að þú vilt ekki missa af þessu fjöri sem hentar öllum aldri

Októberfest lokahóf á laugardaginn

Októberfest lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn í Golfskálanum. KA leikur gegn FH í lokaleik sumarsins á Greifavellinum klukkan 14:00. Húsið opnar klukkan 18:00 og má búast við miklu fjöri er við gerum upp fótboltasumarið

Skarphéðinn skrifaði undir fyrsta samninginn

Skarphéðinn Ívar Einarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA þegar liðið vann góðan útisigur á HK í fyrstu umferð Olísdeildar karla

KA gjörsigraði Íslandsmeistarana!

KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í kvöld í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Fyrir leikinn tapaði KR 1-2 á heimavelli sínum gegn Víkingum og því ljóst að KA og Valur höfðu þar með tækifæri á að stökkva upp í 3. sætið sem getur gefið Evrópusæti ef allt gengur upp

Frábær baráttusigur á ÍBV (myndaveisla)

KA/Þór tók á móti ÍBV í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í KA-Heimilinu í gær en liðin börðust í svakalegu einvígi í undanúrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. KA/Þór fór þar með sigur af hólmi eftir framlengdan oddaleik og ljóst að um hörkuleik yrði að ræða

Risaleikur að Hlíðarenda kl. 18:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá KR sem situr í 3. sætinu

Kynningarkvöld KA og KA/Þórs

Handboltinn er farinn að rúlla af stað og er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði KA og KA/Þór. Liðin verða með sameiginlegt kynningarkvöld þriðjudaginn 21. september klukkan 20:30 á Centrum Kitchen&Bar í Göngugötunni.