27.08.2021
Íslandsmótið í strandblaki fór fram um síðustu helgi og voru þó nokkrir keppendur á vegum blakdeildar KA sem létu til sín taka. Þeir Mateo Castrillo og Oscar Fernandez stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þeir unnu frábæran sigur í efstu deild keppninnar og óskum við þeim til hamingju með titilinn
23.08.2021
KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Þetta er einhver stærsti leikur sem félagið hefur spilað í langan tíma en með sigri væri KA aðeins þremur stigum frá sjálfu toppsæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni
23.08.2021
Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt
22.08.2021
Æfingar Blakdeildar KA hefjast á morgun, mánudaginn 23. ágúst, en æft verður bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Mikil aukning hefur orðið í blakstarfinu hjá okkur undanfarin ár sem segir mikið til um hve gott starf blakdeildar er og hve gaman það er að spila blak
22.08.2021
Handboltinn fer að rúlla aftur á morgun, mánudaginn 23. ágúst, og birtum við hér vetrartöfluna góðu. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri á síðasta vetri
20.08.2021
Vilt þú komast á vegginn í KA-heimilinu? Heimavelli KA og KA/Þór í Olís-deildinni. Nú er það auðveldara en nokkru sinni fyrr. Til þess að gera góðan stuðning enn betri ætla KA og KA/Þór að vera með stuðningsmannavegg í KA-heimilinu í vetur
19.08.2021
Það er farið að styttast í handboltaveturinn og munu æfingar hefjast mánudaginn 23. ágúst næstkomandi. Æfingataflan sjálf er í lokayfirferð og verður kynnt um helgina
19.08.2021
Spaðadeild KA óskar eftir badmintonþjálfara fyrir komandi vetur. Gerð er krafa á reynslu úr badminton eða þjálfun en Iðkendur deildarinnar eru á aldrinum 5-18 ára
17.08.2021
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016-2019
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 4.september.
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
16.08.2021
KA tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á Greifavellinum í gær en mikið var undir hjá báðum liðum. KA sem hefur átt frábært sumar er í hörkubaráttu við topp deildarinnar en gestirnir hafa sogast niður í botnbaráttuna og úr varð mikill baráttuleikur