19.10.2021
KA á alls sjö fulltrúa í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fer fram næstu daga. Í hæfileikamótuninni koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu og fá þar smjörþefinn af því að æfa í því umhverfi sem yngrilandslið Íslands vinna í
18.10.2021
Badmintonæfingar á vegum Spaðadeildar KA hefjast á ný í dag klukkan 18:00 í sal Naustaskóla. Það hefur verið mikill uppgangur í badmintonstarfinu undanfarin ár og því gríðarlega jákvætt að við getum nú hafið æfingar á ný
16.10.2021
Lið KA/Þórs heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt en liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Evrópubikarsins er liðið vann afar sannfærandi 37-34 sigur á Kósóvómeisturum KHF Istogu í síðari leik liðanna. Stelpurnar unnu fyrri leikinn 22-26 og vinna því einvígið samtals 63-56
16.10.2021
KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli
15.10.2021
KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð
15.10.2021
KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð
15.10.2021
Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins
13.10.2021
KA sótti Íslandsmeistara Aftureldingar heim í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með fullt hús stiga. Afturelding hafði ekki tapað hrinu til þessa og ljóst að verkefnið yrði ansi krefjandi
13.10.2021
Lið KA/Þórs er mætt til Kósóvó en stelpurnar munu þar leika tvívegis gegn liði KFH Istogu. Istogu er Kósóvómeistari auk þess að vera Bikarmeistari í landinu og ljóst að verkefnið verður ansi krefjandi en um leið ansi skemmtilegt enda í fyrsta skiptið sem KA/Þór tekur þátt í Evrópukeppni
13.10.2021
Það er heldur betur toppslagur í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld þegar KA sækir Íslandsmeistara Aftureldingar heim. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og ljóst að það verður hart barist að Varmá kl. 20:00