Fréttir

Rodrigo Gomes framlengir út 2023

Rodrigo Gomes Mateo skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur þessi öflugi varnarsinnaði miðjumaður komið frábærlega inn í liðið en hann er nú á sínu öðru tímabili með KA

Opna Norðlenska fer fram um helgina

Það er farið að styttast í komandi handboltavetur og fer hið árlega æfingamót Opna Norðlenska fram nú um helgina. Eins og undanfarin ár er keppt í karla- og kvennaflokki og verður spennandi að sjá stöðuna á liðunum eftir sumarfrí

Sex fulltrúar KA í æfingahópum U19

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri

Bikarslagur í Keflavík kl. 17:00

KA sækir Keflvíkinga heim í dag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast til Keflavíkur

Viðurkenningar fyrir veturinn 2020-2021 í hópfimleikum

Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkennigar í lok vetrar og hafa þessar viðurkenningar verið veittar á vorsýningu félagsins. Þar sem vorsýning félagsins fór ekki fram sökum fjöldatakmarkanna þá ákváðu þjálfarar í hópfimleikum að færa iðkendum viðurkenningarnar heim að dyrum. Viðurkenningarnar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar. Valið var mjög erfitt eftir veturinn enda mismikið hægt að leggja stund á íþróttina vegna þeirra hamla sem hefur verið í heimunum öllum.

Marion Fennö ráðin yfirþjálfari í hópfimleikum

Búið er að ráða yfirþjálfara í hópfimleikum og hefur hún þegar hafið störf hjá okkur í FIMAK.

Hallgrímur Mar markahæstur í sögu KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metið er hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gær á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorað 74 mörk fyrir félagið í deild og bikar

Mark Gundelach til liðs við KA

Danski bakvörðurinn Mark Gundelach er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Mark sem er 29 ára gamall kemur frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.

Jakob Snær gengur til liðs við KA

Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk