Fréttir

KA gjörsigraði Íslandsmeistarana!

KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í kvöld í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Fyrir leikinn tapaði KR 1-2 á heimavelli sínum gegn Víkingum og því ljóst að KA og Valur höfðu þar með tækifæri á að stökkva upp í 3. sætið sem getur gefið Evrópusæti ef allt gengur upp

Frábær baráttusigur á ÍBV (myndaveisla)

KA/Þór tók á móti ÍBV í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í KA-Heimilinu í gær en liðin börðust í svakalegu einvígi í undanúrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. KA/Þór fór þar með sigur af hólmi eftir framlengdan oddaleik og ljóst að um hörkuleik yrði að ræða

Risaleikur að Hlíðarenda kl. 18:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá KR sem situr í 3. sætinu

Kynningarkvöld KA og KA/Þórs

Handboltinn er farinn að rúlla af stað og er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði KA og KA/Þór. Liðin verða með sameiginlegt kynningarkvöld þriðjudaginn 21. september klukkan 20:30 á Centrum Kitchen&Bar í Göngugötunni.

Stórleikur í fyrstu umferð! KA/Þór - ÍBV

Handboltaveislan er að hefjast! Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti ÍBV klukkan 14:00 á laugardaginn í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna. Stelpurnar tryggðu sér sæti í bikarúrslitahelginni á dögunum með frábærri frammistöðu gegn Stjörnunni en nú er komið að deildinni

Blakið fer af stað í kvöld!

KA tekur á móti Þrótti Fjarðabyggð í KA-Heimilinu klukkan 20:00 í kvöld en þetta er fyrsti leikur vetrarins í blakinu. Karlalið KA lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurfti að játa sig sigrað gegn sterku liði Hamars

KA vann sannfærandi sigur í Kórnum

KA sótti nýliða HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handboltanum í gær. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en ætlar sér á sama tíma stóra hluti á tímabilinu og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum

Ekki missa af golfmóti handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA stendur fyrir stórglæsilegu styrktarmóti í golfi á Jaðarsvelli á laugardaginn og eru enn nokkur pláss eftir. Keppt verður eftir texas scramble fyrirkomulagi, tveir og tveir saman í liði og má reikna með ansi skemmtilegri keppni og verða allar 18 holurnar spilaðar

KA sækir HK heim kl. 18:00

Handboltinn er kominn af stað og í dag sækir KA lið HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla klukkan 18:00 í Kórnum. Það er heldur betur spennandi vetur framundan og strákarnir eru staðráðnir í að byrja af krafti

Þrír frá KA í U15 sem leikur gegn Finnum

U15 ára landslið Íslands í knattspyrnu leikur tvo æfingaleiki við Finna dagana 20.-24. september næstkomandi. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. september en leikirnir fara svo fram í Mikkeli í Finnlandi