Myndaveislur frá heimasigrum í blakinu

Blakveislan er hafin! (mynd: Þórir Tryggva)
Blakveislan er hafin! (mynd: Þórir Tryggva)

Karla- og kvennalið KA hófu blaktímabilið á góðum heimasigrum og býður Þórir Tryggvason ljósmyndari upp á myndaveislu frá báðum leikjum. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir framtakið og virkilega gaman að renna yfir myndir hans frá leikjunum.

Karlarnir unnu háspennusigur í oddahrinu á Þrótti Fjarðabyggð eftir að gestirnir höfðu leitt 1-2 eftir fyrstu þrjár hrinurnar. En eins og svo oft áður sýndi KA liðið flottan karakter og sneri erfiðri stöðu við og tryggðu sér dýrmætan sigur. 


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá leik KA og Þróttar Fjarðabyggðar

Hrina 1

Hrina 2

Hrina 3

Hrina 4

Hrina 5

Strákarnir spila svo aftur í kvöld þegar Þróttur Vogum mætir í KA-Heimilið klukkan 20:00.

Þá vann kvennalið KA 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík á miðvikudaginn og hóf þar með tímabilið á þremur stigum. Stelpurnar leika svo gegn HK í KA-Heimilinu á miðvikudaginn næsta og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þeirri baráttu enda hafa liðin mæst í svakalegum leikjum undanfarin ár.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá leik KA og Þróttar Reykjavík

Nánari umfjöllun um leik stelpnanna sem og myndaveislu frá Agli Bjarna Friðjónssyni má finna með því að smella hér.