25.07.2021
Hasarinn heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA sækir Leiknismenn heim í Breiðholtið. Með sigri blandar KA liðið sér af krafti inn í toppbaráttuna sem hefur heldur betur harnað að undanförnu auk þess sem KA hefur leikið einum leik minna en flest lið deildarinnar
20.07.2021
Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í dag en Íslandsmeistarar KA/Þórs taka þátt í fyrsta skiptið í Evrópukeppni eftir frábæran árangur á síðustu leiktíð. Raunar ætlaði liðið að taka þátt í Evrópukeppni á síðustu leiktíð en ekkert varð af því vegna Covid veirunnar
19.07.2021
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og stefnum við á að gera enn betur í ár
19.07.2021
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær en leikurinn var fyrsti heimaleikur KA liðsins á Akureyri í sumar. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum auk þess sem að þrjú ansi mikilvæg stig voru í húfi. Ekki skemmdi svo fyrir að veðrið lék við Akureyringa og mættu rétt tæplega 1.000 manns á völlinn
18.07.2021
KA/Þór átti alls fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti í B-deild Evrópumótsins í Norður Makedóníu sem lauk í dag. Þetta eru þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir
17.07.2021
Dagbjartur Búi Davíðsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu. Dagbjartur sem er 15 ára gamall er gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á vellinum
13.07.2021
Fimleikafélag Akureyrar leitar að þjálfara til að þjálfa parkour, hópfimleika, áhaldafimleika og grunnhópa.
Umsóknarfrestur er til 24.júlí og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst.
12.07.2021
Það hefur ekki farið framhjá neinum að KA hefur spilað heimaleiki sína til þessa á Dalvíkurvelli. Þrátt fyrir að þurfa að gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin og svo aftur heim hefur mikill fjöldi stuðningsmanna okkar ekki látið það stoppa sig og hefur mætingin á leikina á Dalvík verið til fyrirmyndar
12.07.2021
Blakdeild KA stendur fyrir skemmtimóti í strandblaki á fimmtudaginn, 15. júlí, og má reikna með miklu fjöri á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi. Fyrirkomulagið er að spilað verður í kynjaskiptum deildum þar sem liðunum verður raðað í deildir eftir styrkleika
12.07.2021
Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrstu umferð seinni hluta Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum í gær. Fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum og voru því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið en á sama tíma og stutt er upp í efri hluta deildarinnar er stutt niður í botnbaráttuna