Fréttir

Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu

KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í A-landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM 2022 á næstunni sem og tvo fulltrúa í B-landsliðinu sem er að fara aftur af stað. Þetta er heldur betur frábær viðurkenning á okkar góða starfi en KA/Þór er eins og flestir vita ríkjandi Íslandsmeistarar

Steinþór Már bestur á lokahófi KA

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina þar sem mögnuðu tímabili KA var fagnað og gert upp. Hófið var haldið í Golfskálanum og það með Októberfest blæ undir stjórn Rikka G. Þá spiluðu þeir Stebbi Jak og Magni fyrir gesti og myndaðist svo sannarlega skemmtileg stemning

Áhorfsvika

Áhorfsvika Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið. ATH.Grímuskylda er á áhorfsvikunni, skrá þarf nafn, kennitölu og símanúmer áður en gengið er inní salinn. Skráningarblað verður aðgengilegt í forstofunni.

Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA

Aðalstjórn KA boðar til opins félagsfundar um málefni Spaðadeildar KA næstkomandi fimmtudag klukkan 19:15 í KA-Heimilinu

Fullt hús hjá KA/Þór (myndaveislur)

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olísdeild kvenna um helgina í KA-Heimilinu en liðin hafa barist grimmilega undanfarin ár og ætla sér bæði stóra hluti í vetur. Það mátti því búast við krefjandi leik en stelpurnar okkar sýndu frábæra spilamennsku og tryggðu sér stigin tvö

Myndaveislur frá lokaleik sumarsins

KA og FH áttust við á Greifavellinum um helgina í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið. KA gat með sigri tryggt sér 3. sæti deildarinnar en það var þó ljóst að verkefni dagsins yrði krefjandi enda FH með hörkulið sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum

3. Sætið undir í stórleik dagsins

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. KA situr fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar og tryggir með sigri næstbesta árangur í sögu félagsins auk þess sem sætið gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð

KA/Þór - Stjarnan kl. 16:30 í dag

Baráttan heldur áfram í Olísdeild kvenna í dag er Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu klukkan 16:30. Stelpurnar unnu góðan sigur á ÍBV á dögunum og þá slógu þær út Stjörnuna í Bikarkeppninni í fyrsta leik tímabilsins

Arnar Grétarsson áfram með KA

Knattspyrnudeild KA og Arnar Grétarsson hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar muni áfram stýra liði KA á næstu leiktíð. Arnar sem tók við liðinu um mitt seinasta sumar hefur komið af miklum krafti inn í félagið og lyft öllu starfi okkar upp á hærra plan

Sannfærandi sigur KA (myndaveislur)

KA lék sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í gær er nýliðar Víkings mættu norður. KA sem hafði byrjað tímabilið á góðum útisigri á HK var staðráðið í að sækja annan sigur og það má segja að sigur strákanna hafi í raun aldrei verið í hættu í gær