Fréttir

Ný keppnistreyja KA - forsala hafin

Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi

Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili

Hallgrímur Jónasson framlengir við KA

Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum

Amelía Ýr í lokahóp U17 landsliðsins

U17 ára stúlknalandslið Íslands í blaki leikur á næstu dögum á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. KA á einn fulltrúa í lokahópnum en það er hún Amelía Ýr Sigurðardóttir. Amelía sem leikur í stöðu uppspilara hefur hefur sýnt gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og á tækifærið svo sannarlega skilið

Perry og Jón Stefán taka við Þór/KA

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára. Þeir munu starfa saman sem aðalþjálfarar liðsins, auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun og vera í nánu samstarfi við þau sem ráðin verða í störf þjálfara annarra liða sem leika munu undir merkjum Þórs/KA

Magnað myndband er KA/Þór hampaði bikarnum

KA/Þór hélt áfram að skrifa söguna upp á nýtt er liðið tryggði sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Liðið sem hafði aldrei unnið stóran titil fyrir síðasta tímabil stóð að því loknu sem Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess að vera Meistari Meistaranna

Helga Steinunn gerð að heiðursfélaga ÍSÍ

Helga Steinunn Guðmundsdóttir var í dag gerð að heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland en Helga hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íþrótta á Íslandi. Hún sat í stjórn ÍSÍ frá árinu 2006 til ársins 2017 og var varaforseti sambandsins 2013 til 2017

Styrktu KA/Þór með glæsisokkum!

KA/Þór leikur í fyrsta skiptið í Evrópukeppni á næstu dögum er stelpurnar sækja lið KFH Istogu heim. Istogu er meistari í Kósóvó og verða báðir leikir einvígisins spilaðir í Kósóvó. Það er því krefjandi en jafnframt spennandi verkefni hjá stelpunum framundan

Rut lék sinn 100 A-landsleik

Rut Jónsdóttir náði þeim glæsilega áfanga í kvöld að leika sinn 100 A-landsleik fyrir Íslands hönd er Ísland mætti Svíþjóð á útivelli. Rut lék sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gömul en hún hefur verið algjör burðarás í liðinu undanfarin ár

Höldur styrkir Blakdeild KA

Höldur og Blakdeild KA skrifuðu undir nýjan styrktarsamning í gær en Arna Hrönn Skúladóttir markaðsstjóri Hölds og Arnar Már Sigurðsson formaður Blakdeildar KA undirrituðu samninginn