Fréttir

Myndaveislur frá úrslitahelgi bikarsins

KA og KA/Þór léku í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins á dögunum þar sem strákarnir fóru í bikarúrslit eftir æsispennandi sigur á Selfoss í framlengdum leik en stelpurnar þurftu að sætta sig við tap gegn Fram

ÍBV - KA/Þór frestað til morguns

Leik ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Stelpurnar áttu flug í dag en ekki er hægt að fljúga í veðrinu sem nú gengur yfir og ljóst að þess í stað mun liðið keyra og sigla til Vestmannaeyja

Heimaleikur gegn Völsung á morgun

KA tekur á móti Völsung annaðkvöld, miðvikudag, klukkan 20:15 í úrvalsdeild kvenna í blaki. Stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur á Aftureldingu í síðasta leik sem færði liðið skrefi nær Deildarmeistaratitlinum en KA og Afturelding eru langefst í deildinni

KA og KA/Þór bikarmeistarar í 4. flokki

KA og KA/Þór tryggðu sér bikarmeistaratitla í 4. flokki karla og kvenna á sunnudeginum en alls léku þrjú lið til úrslita í flokknum auk meistaraflokks KA sem lék til úrslita á laugardeginum. Það segir ansi mikið um hve blómlegt starfið er hjá handknattleiksdeild KA og ljóst að afar spennandi tímar eru framundan

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu

Stofnfundur lyftingardeildar

Hópferð á bikarúrslitin

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með stórkostlegum 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik. Framundan er úrslitaleikur gegn Val á laugardaginn klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði og ætlum við að vera með hópferð á bikarveisluna

KA Í BIKARÚRSLIT!

KA leikur til úrslita í Coca-Cola bikarnum eftir stórkostlegan 28-27 sigur á Selfyssingum eftir framlengdan háspennuleik. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og með stórkostlegum stuðning fjölmargra KA-manna tókst ætlunarverkið og framundan bikarúrslitaleikur gegn Val á laugardaginn

Lyftingarnar komnar heim!

Á vel sóttum félagsfundi KA í gærkveldi var samþykkt með dynjandi lófataki að stofna nýja félagsdeild innan KA, Lyftingadeild KA. Í hinni nýju deild munu iðkendur leggja stund á kraftlyftingar sem og ólympískar lyftingar

Félagsfundur þriðjudag kl. 20:00

Á morgun, þriðjudag, klukkan 20:00 stendur KA fyrir félagsfundi í KA-Heimilinu þar sem tillaga aðalstjórnar félagsins um stofnun lyftingardeildar KA verður lögð fyrir félagsmenn. Á fundinum mun aðalstjórn einnig kynna stöðu uppbyggingarmála hjá KA og þau verkefni sem framundan eru hjá félaginu