27.02.2022
Kæru félagar, mér þykir það miður að tilkynna um, að vegna utanaðkomandi aðstæðna verð ég að stíga til hliðar sem formaður KA frá og með deginum í dag. Ég hef farið þess á leit við varaformann okkar Eirík S. Jóhannsson að hann taki við stjórn félagsins fram að aðalfundi KA
25.02.2022
Dregið var í undanúrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í dag og voru bæði KA og KA/Þór í pottinum eftir frækna sigra í 8-liða úrslitum keppninnar á dögunum. Karlalið KA lagði Hauka að velli í spennuleik á meðan KA/Þór vann sannfærandi tíu marka sigur á HK
25.02.2022
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti á leik KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla í handboltanum á dögunum. Ingvar Már Gíslason formaður KA sá um að taka á móti Guðna og fór vel á með þeim í stúkunni á spennuleiknum sem KA vann að lokum 25-24
23.02.2022
Leik KA og ÍBV sem átti að fara fram í KA-Heimilinu í dag hefur verið frestað um einn dag vegna veðurs. Leikurinn fer nú fram klukkan 17:30 fimmtudaginn 24. febrúar og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana til sigurs
22.02.2022
Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8. mars klukkan 20:00 í félagsheimili KA-Heimilisins. Aðalstjórn félagsins hefur samþykkt að mæla með og leggja fyrir félagsmenn stofnun lyftingadeildar innan KA. Í samræmi við lög félagsins eru félagar í KA því boðaðir á félagsfund 8. mars næstkomandi þar sem tillagan verður kynnt og lögð fyrir
22.02.2022
Það er nóg um að vera hjá yngrilandsliðum Íslands í fótboltanum um þessar mundir og eru alls 12 fulltrúar frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum næstu dagana
21.02.2022
Stelpurnar í KA/Þór tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins þriðja árið í röð með afar sannfærandi 30-20 sigri á HK í KA-Heimilinu en stelpurnar eru einmitt ríkjandi Bikarmeistarar eftir sigur í keppninni í haust
21.02.2022
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins með stórkostlegum 28-26 sigri á Haukum í KA-Heimilinu í gær. Stemningin var magnþrungin í stúkunni og sigurgleðin allsráðandi í leikslok en sigur KA liðsins var ansi verðskuldaður enda leiddu strákarnir leikinn frá upphafi til enda
21.02.2022
A-landslið Íslands í handbolta kvenna kemur saman til æfinga á föstudaginn þar sem liðið undirbýr sig fyrir leiki gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2022. Liðin mætast í Tyrklandi 2. mars og í kjölfarið á Íslandi þann 6. mars en íslenska liðið hefur 2 stig í undankeppninni eftir fyrstu tvo leiki sína
20.02.2022
Vegna færðar hefur bikarleikur KA/Þórs og HK í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins verið færður til klukkan 19:30 í dag. Bikartvenna dagsins hefst því klukkan 16:00 á leik KA og Hauka í 8-liða úrslitum karlamegin og konurnar taka svo við keflinu