13.04.2022
Aldís Ásta Heimisdóttir framlengdi í dag til tveggja ára við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu. Aldís sem er uppalin hjá KA/Þór er algjör lykilmaður í liðinu hvort sem er í sókn eða vörn. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vetur og gerði sín fyrstu landsliðsmörk í leik gegn Sviss
13.04.2022
Langþráður dagur rann upp í dag á KA-svæðinu þegar framkvæmdir hófust við endurbætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Akureyrarbær sér um og heldur utan um framkvæmdina.
12.04.2022
Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður KA er markakóngur Olísdeildar karla þennan veturinn en hann gerði alls 149 mörk í 21 leik. Ekki nóg með að vera markakóngur deildarinnar þá var hann einnig með flest mörk að meðaltali í leik eða 7,1 mark. Óðinn er auk þess í liði ársins hjá HBStatz í hægra horni
12.04.2022
KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna á sunnudaginn en stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í vetur. Þær unnu alla leiki sína í deildinni fyrir utan einn og eru því verðskuldaðir Deildarmeistarar auk þess sem að þær urðu Bikarmeistarar helgina áður
10.04.2022
KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna í dag eftir sannfærandi 3-0 sigur á HK í lokaumferð deildarinnar. Titillinn var í höfn fyrir leik en stelpurnar sem hafa verið magnaðar í vetur keyrðu áfram á fullri ferð og fóru með afar sanngjarnan sigur af hólmi
09.04.2022
Knattspyrnudeild KA stendur fyrir kynningarkvöldi á Bryggjunni á mánudaginn klukkan 20:00. KA hefur leik í Bestu deildinni þann 20. apríl og um að gera að koma sér í gírinn
08.04.2022
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í KA-Heimilinu í gær og var meðal annars ný aðalstjórn félagsins kjörin. Ingvar Már Gíslason steig til hliðar sem formaður félagsins í lok febrúar og tók Eiríkur S. Jóhannsson við embættinu tímabundið fram að aðalfundi
08.04.2022
KA/Þór tekur á móti Aftureldingu klukkan 16:00 á laugardaginn í síðasta heimaleik liðsins í Olísdeildinni í vetur. Leikurinn er liður í næstsíðustu umferð deildarinnar en KA/Þór er í 3. sætinu með 27 stig en þar fyrir ofan eru Valur með 28 stig og Fram á toppnum með 29 stig
08.04.2022
Úrvalsdeildum karla- og kvenna í blaki lýkur um helgina en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleiki. Stelpurnar okkar sem urðu Bikarmeistarar á dögunum eru einnig orðnar Deildarmeistarar og munu lyfta bikarnum í leikslok á sunnudaginn er þær taka á móti HK
08.04.2022
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í júlí í Portúgal en þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson. Strákarnir koma saman til æfinga dagana 12.-14. apríl næstkomandi