Fréttir

Íslandsmót í 1.- 3. þrepi í áhaldafimleikum

Laugardaginn 9. apríl næstkomandi fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla. Íslandsmótið er fyrir keppendur í 1.-3. þrepi í áhaldafimleikum karla og kvenna en von er á um 90 keppendum frá 9 félögum. Þrep í fimleikum gefa til kynna kröfur til keppanda þar sem 1. þrep er erfiðasta þrep fimleikastigans. Þegar 1. þrepi er lokið öðlast keppendur rétt til að keppa í frjálsum æfingum sem líkja mætti við meistaraflokk. Þar sem þrepið er bundið við erfiðleikastig æfinga getur aldur keppenda í hverju þrepi verið breytilegur en flestir keppendur um helgina eru á aldrinum 11-14 ára. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.

Síðasti heimaleikur strákanna í deildinni

KA tekur á móti Selfyssingum í KA-Heimilinu kl. 19:30 í kvöld í lokaheimaleik liðsins í Olísdeildinni í vetur. Baráttan er gríðarleg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir en sigur í kvöld tryggir KA endanlega sæti í úrslitakeppninni þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn

Óðinn, Rakel, Rut og Unnur í A-landsliðunum

Óðinn Þór Ríkharðsson, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir eru öll í A-landsliðum Íslands í handbolta sem leika mikilvæga leiki á næstunni

Íþróttafólk FIMAK 2021 Jóhann Gunnar Finnsson og María Sól Jónsdóttir

Í dag var íþróttafólk Fimleikafélagsins fyrir árið 2021 krýnt. Þjálfarar völdu þau Jóhann Gunnar Finnsson úr hópfimleikum sem íþróttamann FIMAK 2021 og Maríu Sól Jónsdóttir úr áhaldafimleikum sem íþróttakonu FIMAK 2021. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað íþróttina síðan á leikskólaaldri og með mikilli vinnu, ástundum og einbeitingu náð langt hvort í sinni grein. Jóhann Gunnar keppti með landsliði Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum í desember þar sem liðið endaði í 3ja sæti og María keppir í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum og komst í úrslit á stökki á íslandsmóti.

Húsasmiðjan semur við handknattleiksdeild KA

Húsasmiðjan og handknattleiksdeild KA undirrituðu á dögunum þriggja ára styrktarsamning og verður Húsasmiðjan þar með einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar næstu þrjú ár. Haddur Júlíus Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA og Magnús Magnússon markaðsstjóri Húsasmiðjunnar skrifuðu undir samninginn

Aðalfundur KA og deilda félagsins í vikunni

Við minnum á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA

KA Kjörísbikarmeistari kvenna 2022!

KA er Bikarmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan sigur á Aftureldingu í ótrúlegum úrslitaleik. KA og Afturelding hafa verið langbestu lið vetrarins, hafa unnið alla sína leiki gegn öðrum liðum landsins og því um algjöran draumaúrslitaleik að ræða

Stórafmæli í apríl

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.

Oleksiy Bykov til KA á láni

Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er genginn til liðs við KA á lánsamning og leikur því með liðinu í Bestu deildinni sem hefst þann 20. apríl næstkomandi með heimaleik KA gegn Leikni

Ársmiðasalan er hafin fyrir sumarið!

Fótboltasumarið er að hefjast en baráttan í Bestu deildinni hefst 20. apríl með heimaleik KA gegn Leikni. Það er því um að gera að koma sér strax í gírinn og tryggja sér ársmiða en ársmiðasalan er nú hafin og fer öll fram í gegnum miðasöluappið Stubbur að þessu sinni