27.01.2022
Karla- og kvennalið KA í blaki sóttu Þrótt Fjarðabyggð heim í gær en baráttan í úrvalsdeildum karla og kvenna er gríðarlega hörð og ljóst að tveir hörkuleikir voru framundan. Karlarnir hófu leikinn og var mikil spenna í fyrstu hrinu, KA leiddi en heimamenn voru aldrei langt undan
24.01.2022
Nú um mánaðarmótin mun birtast í heimabankanum hjá öllum Akureyringum valgreiðslukrafa frá handknattleiksdeild KA til styrktar reksturs meistaraflokks KA. Gríðarlega mikið og gott starf hefur verið unnið í kringum lið KA undanfarin ár þar sem markvisst hefur verið unnið að því að koma karlaliði KA aftur í fremstu röð eftir að liðið var endurvakið árið 2017
24.01.2022
KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er stelpurnar unnu sannfærandi 24-34 sigur á liði Aftureldingar. Ekki nóg með að sækja mikilvæg tvö stig og að sigurinn hafi aldrei verið í hættu að þá var ákaflega gaman að fylgjast með liðsheildinni sem skilaði sínu
20.01.2022
Þór/KA á fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 26.-28. janúar næstkomandi. Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari valdi 32 leikmenn til æfinganna en Þór/KA og Breiðablik eiga flesta fulltrúa í hópnum
19.01.2022
KA leikur sinn fyrsta leik á nýju ári í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld er liðið tekur á móti Álftanes klukkan 20:15. KA er í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og alveg ljóst að stelpurnar eru staðráðnar í að sækja þrjú mikilvæg stig í leik kvöldsins
18.01.2022
Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en það eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Æfingarnar fara fram dagana 24.-26. janúar næstkomandi en liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2022 en liðinu stýrir Jörundur Áki Sveinsson
18.01.2022
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 24.-26. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson en strákarnir hafa verið fastamenn í undanförnum hópum landsliðsins
18.01.2022
Þór/KA á þrjá fulltrúa í U23 landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Þetta eru þær Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir. Þjálfari liðsins er Þorsteinn Halldórsson sem einnig stýrir A-landsliðinu
15.01.2022
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
11.01.2022
KA á þrjá fulltrúa í úrtakshóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði