Fréttir

Dagur Gauta snýr aftur heim!

Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur

Sannfærandi sigur KA í fyrsta leik

KA og Afturelding mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur og barist um alla titla tímabilsins. Það var því mikil eftirvænting fyrir fyrsta leik liðanna í gær

Miðasala á stórleik KA og Hauka

KA tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta klukkan 18:30 á mánudaginn. Strákarnir unnu stórkostlegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum í gær og klára því einvígið með sigri á heimavelli

Stórkostlegur sigur KA á Ásvöllum

KA og Haukar mættust í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar á Ásvöllum í kvöld en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Haukar hafa heimaleikjarétt í einvíginu en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar en það varð strax ljóst að KA liðið var mætt til að sækja sigur í kvöld

Úrslitakeppnin hefst á morgun!

KA hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun er strákarnir sækja Hauka heim klukkan 19:30. Þetta er annað árið í röð sem KA leikur í úrslitakeppninni og alveg klárt að strákarnir ætla sér áfram í undanúrslit keppninnar

Mikilvægur sigur í fyrsta leik (myndir)

KA tók á móti Leiknismönnum í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli í gær. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu enda náði KA liðið frábærum árangri á síðustu leiktíð og var gaman að sjá hve margir lögðu leið sína til Dalvíkur til að styðja strákana

KA fer af stað í Bestu deildinni

KA tekur á móti Leikni R. í Bestu-deild karla í knattspyrnu á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Dalvíkurvelli

Handknattleiksdeild KA í Macron

Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Macron og verða því handknattleikslið KA og KA/Þórs í fatnaði á vegum Macron frá og með næsta tímabili

Öldungur 2023 í umsjá KA og Völsungs

KA og Völsungur munu halda Öldung árið 2023 en Öldungur er stærsta öldungablakmót landsins. Gríðarleg gróska er í blaki öldunga á Íslandi og mikill fjöldi einstaklinga sem sækir þetta stóra mót ár hvert

Hádegismatur og kynning á þriðjudaginn

Við ætlum að hita upp fyrir fótboltasumarið með hádegismat í KA-Heimilinu á þriðjudaginn 19. apríl klukkan 12:15. Arnar Grétarsson þjálfari KA mun fara yfir komandi sumar og þá sérstaklega Leiknismenn sem eru fyrstu andstæðingar okkar í sumar